Tenging við Eduroam á Íslandi
Til að tengjast eigið net (innlent) við Eduroam auðkenningarnetið þarf
eftirfarandi að vera fyrir hendi:
-
RADIUS þjónusta á neti viðkomandi þarf að geta framkvæmd auðkenningar við
notendagrunn. Oftast er notast við LDAP þjónustu til þess.
-
Sendar í þráðlausu neti þurfa að styðja og nota 802.1X og a.m.k TKIP
dulkóðun.
-
Sendar í þráðlausu neti þurfa að styðja og nota 802.1Q (VLAN) og setja
þarf upp sérstakt eduroam SSID.
-
Notendur á þessu SSID þurfa að koma inn á sérstakt
VLAN og helst fá úthlutað IP tölum úr sérstöku neti.
-
Setja þarf upp öryggisstefun þessa nets, a.m.k. þannig að þeir sem því
tengjast fái óheftan aðgang út af neti viðkomandi stofnunar.
-
Setja upp leiðbeiningar um aðgang að Eduroam á innra neti (á ensku) þ.a.
utanaðkomandi aðiliar geti fengið upplýingar um hvar og hvernig þeir
tengjast.
Þegar þessu er lokið, hafið samband við RHnet til að tengja ykkar RADIUS
þjón við RADIUS þjón RHnet, og fáið þannig tengingu ykkar nets við
Eduroam kerfið.